Wednesday, January 26, 2011

Á ég að vera tortryggin ef bróðir minn segist ætla í bað?

Á mínu heimili förum við ekki í bað. Við förum í sturtu.
Ég meina ég veit að hann er væntanlega ekki bara að chilla í froðubaði með ástarsögu.
Ég held hann sé að rækta meindýr eða graffa á baðspegilinn.
..



Allavega folar, það er komin nýr reglumeðlimur í Fjórða klaustur B í Musteri hinnar andlegu eymdar. Hún heitir Daníel (fyrirgefðu mér Debz þetta kom óvart upp úr mér) en Daníel er brosmild og ljúf og þess vegna held ég að hún sé góð viðbót í einangrunarklefan sem við reglumeðlimir deilum. Hún lífgar upp á myntugræna veggina og fær mann til að gleyma stækri núðlulykt og unglingsstrákasvitalykt og viðtekur smekklegur gervi-ilmur gervi-drykksins Diet kók sem einhver ósvífin kvenkyns fyrirlesari laug að Daníel að væri það hollasta. Ég (þú líka Snitz) höfum verið að meta það hvort að Daníel sé raunverulega verðug þess að vera tekin inn í innsta hring reglunnar og ákváðum að segja já eftir að hafa komist að því að hún er mjög kurteis og með blómlegar kinnar og fagureygð. Eigum þó enn eftir að fiska ýmislegt upp úr þessari leyndardómsfullu dömu (til dæmis öll leyndarmálin hennar) en ég er með karlfyrirsætur á mínum snærum.

Í dag var miðvikudagur.  Ég hafði kviðið honum lengi. Ég hafði kviðið honum heilan þriðjudag. Sem betur fer reyndist spá mín um að ég þyrfti að kveljast vegna þess hvað ég væri ólærð alveg ónauðsynleg, ég meina, ég ætti að fá óskarsverðlaun fyrir leik minn þegar kemur að því að feika heimavinnuskil. Stína ætti að fá óskarinn fyrir vinnusemi sína. Flott hjá þér Snitz! :D  Verst að Hollywood gefur vinnusömu fólki ekki óskarinn.
Vinnusemi er ekki nógu kynþokkafull.
Hins vegar reyndist spá mín um það að ég þyrfti að fara svöng í gegnum daginn rétt.
..
.....
...... TAKK SNITZEL EÐA EKKI. En það var samt ekki heimsendir því Daníel var svo góð að lána mér þegar reiðilegi en myndarlegi kakólandspilturinn tilkynnti með sinni þreytulegu rödd að það væri ekki heimild. Karlkyns drottningarnar á Bleikt.is væru örugglega mjög ósáttar með súkkulaðistrákinn í Kösu því karlmenn eiga ekki að hafa þreytulega rödd heldur ákveðna og í mesta lagi þykkjuþunga. Alllllavega.
Tölvufræðidauði var fyrsti tími og það var niðurlægjandi því ég vissi ekki hvað control shift væri.
Næsti tími var stærðfræði og það var æði.
Næsti tími var líka æði og síðan hinn líka æði og síðan var matarhlé. Þá komu nokkrar dúllur og sungu í kösu. Íþróttir voru hátindur dagsins myndi ég segja, því þar voru óþekktir hæfileikar mínir sem spretthlaupari uppgötvaðir. Miðað við ástand mitt var ég algjör fokkíng Usain Bolt. Eða það hélt ég. Þar til ég fór heim og sagði Madömmunni minni, með hjartað allt í aukaslögum af stolti og hún kramdi stolt mitt og gleði eins og feita húsflugu milli fingra sinna þegar hún sneri sér við og sagði:
Hún:"Flott hjá þér, sjáðu, ræktin er að skila sér."
Ég: "Ha?" Ertu ekki að fatta að þú hafir alið af þér nýjan Usain Bolt eða?
Hún: "Núna ertu loksins að komast í smá form."
Ég: "Ég var aldrei í neinu formi, ég hleyp hratt! Það er hæfileiki minn."
Með grátstafinn í kverkunum hljóp ég upp í herbergið mitt og endurtók með sjálfri mér að þó ég hefði nú eytt hálfum degi i að plana frama minn sem spretthlaupari með ólympíugull á arinhillunni þá ætti ég enn þá heima í auglýsingabransanum. Þú verður rík, þetta er allt í lagi, þú verður rík, þú verður rík. 

Svo google aði ég beautiful old rich houses og myndir af fallegum ökrum og einhverju drasli til að róa mig.


Smá Taylor því hún skilur að stundum er maður ekki í djúpu stuði heldur vill bara hlusta á melódískt gítarvæl um ástina..
..
.. sem aldrei varð.

Haha, smá vitnun í Batman, gamla melankólíska stærðfræðikennarann minn.  Stína......

 


 

                                                                                                                                                                                                                                       
Bæ :9 M

Tuesday, January 25, 2011

Hurðin o.fl.

Hæ, folar.
Í dag fór ég í skólann en það er orðinn nánast vani eftir bráðlega tólf ár af ástundun.
Þetta er þrautpínd dauðaganga og afplánun helvísks menntakerfis en stundum er alveg mjög fínt þar (: Sérstaklega þegar maður er komin heim. Þá getur maður verið alveg: "Hvað var í gangi þarna?" og alveg: "Vá, hvað ég er full  af seiglu fyrst ég meikaði þennan skóladag sem var bara svo ekki absorbing".
Og getur byrjað að lesa í vafasamar augngotur, sérkennilegar aðstæður og furðulegt háttalag. Dæmi sem maður bara lætur fljóta áfram fyrir augunum á sér þegar maður er í miðri senu.
Dagurinn í dag var þriðjudagur. Þriðjudagar eru ömurlegustu dagar vikunnar.
Þessi var ágætur svo ég býst við hinu versta á morgun. Ég er strax orðin kvíðin fyrir því að mæta ólærð í tíma, missa úr hjartslög í tjarnahringnum og vera svöng í matarhléinu.
Skólinn minn er algjört greni að innan. Að utan er þetta mjög sæt bygging með rómantískum old school sjarma (þó ég búist við því að ef ég setji upp flirt-glasses geti ég séð eitthvað slíkt innan dyra líka) og með kapítalísku ívafi þar sem miðjan trónir hærra og eðalhvítir veggirnir láta mann hugsa um bómullarekrur (hint í borgarastyrjöldina fyrir ykkur sem eruð vel að ykkur í bókmennta - og mannkynssögunni: NIÐUR MEÐ BLÁSTAKKA aand oh my Rhett..)  og pergament. Svo bakvið er bara eitthvað rusl eins og Snitzel benti kurteislega á um daginn. 
Til að setja punktinn yfir i-ið á Musteri hinnar andlegu eymdar (Snitz, þú mannst) er það auðvitað Hurðin.
Hurðin hljómar sem saklaust fyrirbæri, ferköntuð trésmíð haganlega komið fyrir í dyragætt aðalinngangs skólans. Það eru auðvitað bara skrauthvörf því Hurðin er gömul afsökun fyrir aftökum á Íslandi.
Það var einu sinni smiður sem hét Bergsteinn. Bergsteinn smíðaði Musterið en eftir að smíðum var lokið formlega var hans þó enn þörf þar sem hann sinnti ýmsum smávægilegum störfum innandyra. Með sög í sigggrónum höndum sat hann löngum í einhverju horninu og lagaði fúnar sperrur og fleira. Ekki brást það að hann fékk, á göngum skólans, að kenna á hrokafullum augngotum nemenda, eins og oddahvössum fjaðurpennum stungið í brotið bak hins heiðarlega vinnumanns. Bergsteini sveið undan þessu og hafði óbeit á renglulegum dekursnúðum með dýrkeyptar skólabækur sem smeygðu sér inn um dyr Musterisins með ekki eitt ærlegt handtak á ferilsskránni.
Eins og gerist með menn varð Bergsteinn brátt geðsjúkur af skapofsa og smíðaði nýja hurð, hola að innan sem hann fyllti með málmstöngum til þess að geta fylgst með matrósarklæddum nemahríslunum kremjast milli stafs og hurðar og hljóta þar með mjög ósmekklegan dauðdaga.
Bergsteinn var sendur í mjög langt gæsluvarðhald að flippkasti loknu. En það er önnur saga.

                                                  Þetta er náttúrulega bara mjög ógeðslegt.

                                                         Þetta er Hurðin.

Hurðin er þarna enn.



Þessi sakleysislegi skólastrákur var fórnarlamb Bergsteins og Hurðarinnar. Hann var uppi fyrir tíma myndavéla en sessunautur rissaði upp þessa mynd af honum í tíma meðan allt lék enn í lyndi. 




Allavega, folar.. ég og Mat að lokum.







Adios.. bæ, ykkar M.

Tuesday, January 18, 2011

Targetin mín, hnattlíkanið mitt, ríkidæmi mitt, naglalakkið mitt, beikonið sem mig langar í, og króatíski, guðhræddi riddarafolinn okkar allra, o.fl.

Eitt gott lag hérna að ofan.
Target er nokkuð sem hver manneskja þarf til að þrauka unglingsárin.
Eins og allir menn hef ég mín target en þau eru flest í stjarnfræðilegri fjarlægð og oft skilur jafnvel mig og targetið að, þykkur bókakjölur og hin hárfína og stundum ósýnilega lína sem skilur að raunveruleika og ímyndun . Og þá þýðir ekki annað en að gráta í stórt glas, snökkta í popppoka og horfa á rómantíska gamanmynd. (Grín. Hvaða fáviti myndi reyna svo mikla abstrakt tilfinningarúnks geðveiki). Ég er nefnilega manneskja sem á mjög erfitt með að þola höfnun sko. Nefni það bara hvernig happadrætti blindrarfélagsins og háskólans hefur hafnað umsókn minni um betri lífstíl svona um það bil UUUHalltaf. Þess vegna er ég með tilfinningahömlun og dáist bara að Dan Humphey úr fjarlægð.
Þetta er auðvitað bara lífið.
Stórt epli með ormi í.
Stundum sko, ertu eplið!
Stundum ertu eplatínarinn!
Stundum ertu eplaborðarinn!
OG stundum, stundum kæri vin, ertu ormurinn.
Það væri snilld ef lífið hefði einhverja möguleika eins og internetið sem er með alla möguleika í heimi, en því miður er lífið gríðarlega forn uppfinning sem bíður bara upp á þetta beisik, fæðast, borða, fara í bíl, lesa bók, fara í bíó, horfa á megavideo, fara í flugvél, leira, lifa, fjölga mannkyninu og kveðja hótelið. Þá á ég sko við, deyja. Með því á ég semsagt við ef þú ert kaþólskur, fara í hreinsunareldinn eftir skamma stund. Eða semsagt ef þú ert hindúi endurfæðast sem fluga, lamadýr eða baptistaprestur.
Haha, hindúi sem er baptistaprestur.. haha.. ókei en aftur að kjarna málsins. Eplakjarna málsins. (HAHAHA vá ég er alveg að yfirstíga öll venjuleg mörk mín í dag). EF að lífið væri með mikið af möguleikum gæti ég til dæmis hoppað inn á milli Rhett og Scarletts og skakkað leikinn. Eða byrjað með Rhett.
Segisvona.
Ég gæti líka bara eitthvað bara notað hnattlíkanið mitt og ferðast á puttanum (ég er alltaf að því sko en það er auðvitað bara einn af þessum lonely jokes sem ég stunda, svona labba með puttunum frá útlagaklakanum Iceland til alvöru heimsins bara á hnattlíkaninu) en já, þá gæti ég bara eitthvað labbað inn í Manhattan og hitt ástina mína, hann Michael. Allavega, ég ætla ekkert að missa mig. Likurnar á að hnattlíkanið mitt sé á sýru eru ekkert gígantískar. Hvað er samt án kóks málið með að búa á þessu "landi"? Þú veist? Hvað ætlar þessi klaki að vera lengi að molna og bráðna úr einmanaleik? Bara að pæla. Ég meina vera okkar hérna er bara einhver þrjóska. Væri til í að eiga sumarbústað hérna svona til að fara hingað einu sinni til tvisvar á ævi minni til að grilla eða fara í bláa lónið eða fara upp á vatnajökul eða eitthvað, annars myndi ég helst kjósa að búa einhverstaðar þar sem maður þarf ekki að vera klæddur eins og geimfari til þess að lifa af.
MIG LANGAR Í BACON!
Þið haldið að þetta sé random, þetta er ekki random. Nei. Þetta er yfirlýsing. Sko, mig langar í bacon, og hér kemur kenningin afhverju, því allir vita að bacon er náttúrulega bara steikt svínafita sem fer illa með þig, EN á hinn boginn ef þú býrð í heimi sela, ísbjarna og mörgæsa þá beinlínis æpir ófiðraður líkami þinn á þig: "SAFNAÐU SELSPIKI! GERÐU ÞAÐ MEÐ ÞVÍ AÐ BORÐA BACON!" Og maður er alveg: "Hey ég vil ekki verða feit rólegur félagi".
Svo fær maður sér beikon. 'nuff said.



Í dag vorum við í tíma hjá spegilaugnamanninum. Það er svo ótrúlega áhugavert sko. Hversu oft fær maður fjörutíu mínútur til að horfa á mann í sínum eigin ævintýraheimi? Bara svona fjórum sinnum í viku NÁKVÆMLEGA EIGINLEGA ALDREI. Þess vegna er þetta algjör snilld. Hann bara lokar augunum, krossleggur fingurnar á fjaðurmögnuðu sixpackinu og bara lætur allt flæða sko fyrir sjálfan sig og veit bara ekkert af því að það eru alveg þrjátíu æstir aðdáendur fyrir framan hann, að slafra allan fróðleikinn í sig. 
Í dag var hann að tala um miðaldasögur. Riddarasögur. Ég, og S ég veit þú ert sammála mér, vil innleiða meiri riddarastíl í nútímann. Er allur heimurinn búin að gleyma því hvað drekar + guðhræðsla + kvendýrkun +miðaldariddarar eru sjarmerandi? GREINILEGA!!! Bara smá máli mínu til stuðnings.












Þetta er einmitt svona þessi týpíski riddari sem ég er að tala um. Heath gleymdi aldrei listinni að vera fallegur og hetjulegur foli..




bæ krakkar, ástarkveðja  M

PS: Að sitja á sig naglalakk er svo vanmetið, það er svo erfitt sko. Respect G*E*L*L*U*R, mínar naglalakkssögur enda alltaf með morði á einhverju saklausu.
PS2: Vildi að ég væri rík. Er orðin skuldug upp yfir haus og allir í kringum mig eru farnir að beita mig andlegum þrýstingi og gefandi mér þetta rukkaralúkk sem er bara svo ekki ***flirting***, ef þú fattar mig elsku foli.

Sunday, January 16, 2011

Jáog

Fyrir hvernig drottningar er þessi vefur eiginlega?
Er þessi drottningartitill eitthvað djók kannski?
Eins og í "hringjarinn í notre dam" þegar þeir krýna kóng þann sem er ljótastur og henda síðan tómötum í hann á meðan hann snýst á einhverri satanískri pyntingarskífu í miðaldastíl..?
Nei, bara að pæla.

M

Vefur fyrir drottningar

Bleikt.is, ég gæti orðið geðveik. Ég gæti snúið mér við og ætl upp úr mér móðurlífinu. (Samt líklega ekki. Það væri samt viðeigandi). Ég gæti tekið nærliggjandi húðmjólkurflösku og grýtt henni í hnattlíkanið mitt.
Þetta er bara sagt svona til þess að lýsa gremjunni sem fyllir mann þegar maður fer inn á vef, sagðan gerðan fyrir drottningar og rekst á karlkyns pistlahöfunda að skrifa pistla sem eru móðgun við hálft mannkynið. Hvernig getur fólk horft svona aðgerðarlaust upp á kvennaréttindabaráttu fara svona hrapallega aftur? Hvernig er það mögulegt að svona auðvelt sé að rekast á karlmenn og konur sem eru helmingi eldri en maður sjálfur en sanna það með skrifum sínum að þær eru vanþroska lífverur.
Ætla að vitna í Kristján Örvar.
(Kristján Örvar er opinber persóna sem tjáir skoðanir sínar á veraldarvefnum á vefsíðu sem auglýst er reglulega í ríkissjónvarpinu. Hann skrifar pistla á vefsíðu fyrir drottningar. Takið eftir folabeib:)
 Nokkur brot úr pistlinum "Brjóst?"

Hvað er málið með kvenmannsbrjóst? Afhverju er þetta svona heilagt?
 Kristján Örvar kemur sér rakleitt að efninu sem segir okkur strax hvað hann er að fjalla um. En hver er kjarninn eða "the jist" eins og H. enska myndi spyrja. K Ö er svolítið á línu vafans með hreint svar en hann getur komið með eitt  vel til rokkað. Folar hafið augun opin.

Tveir fitukeppir hangandi utan á þessum æðislegu verum sem konur eru!  

Kristján Örvar er húmoristi og finnst konur æðislegar verur. Það er gott mál. Takið eftir því að hann er góður fulltrúi íslenskra ungmenna, svo mikil kímni en samt svo mikil fágun, en samt svo hreint og beint. Er að elska hvað hann er beinskeyttur. Alveg hnífstunga í grínoghnyttiðgaman-líffærið.

En þetta er náttúrulega ástæðan fyrir því að brjóst eru svona áhugaverð...þau eru pínu „bönnuð". Það væri ekkert fútt í þeim ef gellur væru bara með þetta hangandi út um allt fyrir allra augum! Svo eru brjóst líka oft flottari í brjóstarhaldara en ekki...ímyndunaraflið og allt það.


Herr Snitz, folar, pabbi og mamma (þau lesa þetta ekki en þetta er hlýleg kveðja), vill K Ö hafa stelpurnar á haldaranum á sínum innilegustu enda vill hann helst bara halda þessu á ímynduðu nótunum frekar en að sjá brjóst með berum augum því þá væri leyndardómurinn um fitukeppina og fæðubúrin tvö úr sögunni. Betra bara að halda þessu í fallegu, fullkomlega, kúptu bómullar formi. Líklega samt silki. Maður er farin að þekkja þessa tígra.


Jafnrétti sem þetta fólk þykist skilja er svo mikil lygi. Ég hef ekkert við það að gera. Ég þarf bara kvenréttindi. Þegar nóg er komið af þeim getur maður farið að tala um jafnrétti. Helst þegar konur eru komnar með meiri völd en karlar. Þá geta þær allavega notfært sér dömulegt skilningsríkis-gen þeirra eða allavega bitra reynslu til þess að skilja bág kjör karla sem auðvitað þrá jafnrétti. Ying og Yang lífsins.  Djók.


Ástarkveðja, M. 

Saturday, January 15, 2011

Ár Gullnu Kanínunnar

Long time no seen folahjörð! (sem ég hef reyndar ekki minnstu glóru um innihaldið í, þó að eyrún sé nokkuð líklegur kandídat)Alla vega, það er nýtt ár!!! Ár Gullnu Kanínunnar, algjört dúlluár.Samkvæmt kínverskum spádómum er ÞETTA er það sem gerist á árinu:
 "According to Chinese tradition, the Rabbit brings a year in which you can catch your breath and calm your nerves.  It is a time for negotiation.  Don't try to force issues, because if you do you will ultimately fail.  To gain the greatest benefits from this time, focus on home, family, security, diplomacy, and your relationships with women and children.   Make it a goal to create a safe, peaceful lifestyle, so you will be able to calmly deal with any problem that may arise."
 Ég er ekkert smá sammála, ég ætla strax að byrja að einbeita mér að bættari samskiptum við konur og börn. Ég ætla líka að (sorrý að ég sé að stela frá þér maja)....
1. Læra á þvottvél fyrir 18 ára afmælisdaginn
2. Fara oftar á tónleika
3. Fara til útlanda án foreldra minna
4. Læra stærðfræði oftar en bara fyrir próf
5. Slaka meira á, læra að meta avókadó og þróa með mér skynsamleg, félagsleg áhugamál.
6. Hætta að vera íþróttatossi
7. Fara að ákveða hvernig ég get orðið rík í framtíðinni

Þetta eru raunar bara örfá atriði, ég ætla að gera margt meira-t.d. fitna og byrja að passa upp á neglurnar mínar. Og hætta að eyða öllu klinkinu mínu í Cösu.
Þetta verður því miður ekki lengra, ég er að fara í einstaklega síðbúið þrettándaboð, en ef einhver hefur einskæran áhuga á að ná í mig þá verð ég með símann, I promise.
Kv. S

Thursday, January 13, 2011

forget about the PRIIIICE TAG

Mamma, pabbi, folar,
GLEÐILEGT NÝTT ÁR!
Leyfið þessu myndbandi nú að rúlla meðan þið lesið bloggið. Stína. Ekki svíkjast um. Þú hefur skyldur líka.
Jessie J á sér framtíð og hún syngur líka mjög innilega, kannski ætti ég að gerast umboðsmaður í hjáverkum.. ég hef svo mikla tilfinningu fyrir hæfileikum annarra.
Djók.

Samt alls ekki.
Aftur að Jessie J. Hef hlustað á tvö lög með henni. Þetta lag og svo hið vafasama Do it like a dude, sem er vægast sagt skelfilegt, sömuleiðis myndbandið við það. Held að þrýstingur poppelítunnar hafi ýtt þessum listamanni út af beinu brautinni rétt eitt andartak sem fékk hana til þess að detta í þessa slæmu poppfroðu. Allavega, Jessie, ef það vill svo til að þú lesir íslensku og ratir inn á KF þá vil ég að þú vitir að ég stend með þér.

Áramótin voru yndisleg og þeir þrír skóladagar sem ég upplifað á nýja árinu hafa verið mjög ólíkir helvíti.
Hef á tilfinningunni að árið 2011 sé fullt af fögrum fyrirheitum. Ég verð bara að láta sjá mig oftar á erlendum súpermörkuðum og flugvöllum svo ég verði einhverntímann uppgötvað. Þetta gengur í alvörunni ekki lengur.

Að öðru leyti er markmið mitt og nýársheiti að reyna að vera hamingjusöm og hætta að vera svona upptekin af áliti annarra og skríða loks út úr þessari feimniskel sem sál mín er að kremjast í og springa út eins og rós og verða vinsæl.
Nýársheit 2 er að verða ekki feikveik og læra heima og hætta að hugsa illskulega og byrja að taka ákvarðanir sem fela í sér áhættu og lífsreynslu í staðinn fyrir að velja alltaf the save way. Ég er alltof værukær og afreka þess vegna aldrei neitt.
Auk þess ætla ég að byrja að einbeita mér að því að vera góðleg og umhyggjusöm manneskja. Þrátt fyrir allt er ég örugglega makráðasta manneskja sem ég þekki (fyrir utan mannleysuna í næsta herbergi við mig, unglingar, gæti ælt). En ég þekki líka bara svona átta vel þannig það er ekki vísindalega marktækt. Hverju sem því skiptir,  einlægni er sigur, krakkar, sigur!
Nýársheiti 4: Fá bílpróf.
Svo ætla ég í ræktina og láta langþráðan draum rætast. Hætta að vera makráð og verða íslenskt kvenkyn af fola. Já. MERI! 
Hljómar neikvætt. Kvenfyrirlitning. Teygir sig meira að segja til hesta.

Ástarkveðja, M.

Ps: Ég fletti orðinu makráður upp. Það gekk vel. Nota stór orð.. Nýársheiti 4: Byja að nota stór orð. Það ætti að vera  hugtækt og spaugsamt (sjitt er hérna með samheitaorðabókina mína og orðið gaman er samheiti yfir kvensköp, (!!!!) semsagt, vandið orðaval ykkar folar), hver veit á hvaða hnyttinyrði ég mun hitta. Ég ætla að koma mér í fylkingarbrjóst fyndnisyrða og fyrirbjóða sjálfri mér að nota bara takmarkaðan táningslegan orðaforða minn.
Bæ aftur.

(Ps2: haha fæðingarblettur er með samheitið hunangsblettur.. Svavar Sigmundsson ritstjóri Samheita orðabókar hvað varstu eiginlega að hyggja.)

Nokkrar hugljúfar svipmyndir frá árinu 2010..